Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

19. fundur 20. janúar 2016 kl. 08:15 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Bakkaflöt lóð 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1511048Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Sigurðar Friðrikssonar kt. 010449-2279 og Klöru Sólveigar Jónsdóttur, dagsett 7. janúar 2016. Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Bakkaflöt lóð 1 með landnúmerið 223096.
Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á EFORT Teiknistofu af Ólafi Tage Bjarnasyni kt. 150482-3489. Uppdrættir eru í verki númer 026.15, nr. 100, 101 og 102, dagsettir 23.10.2015. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

2.Ríp 2 (146396) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1509312Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Birgis Þórðarsonar kt. 070660-5479, dagsett 16. september 2015. Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús á byggingarreit sem samþykktur var af skipulags- og byggingarnefnd þann 22.08.2014. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki númer 1114, nr. 01 og 02, og eru þeir dagsettir 18.09.2015 mótteknir hjá byggingarfulltrúa 13. janúar 2016. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

3.Skagfirðingabraut 51 (Mjólkursamlag)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1510077Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, dagsett 18. janúar 2016. Umsókn um leyfi til að endurgera og breyta eldri vinnslusal mjólkursamlags KS sem stendur á lóðinni númer 51 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki númer 5316-01, dagsettir 22.12.2015.
Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

4.Víðibrún 14 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1601239Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Magnúsar Jónssonar kt. 020748-3469, dagsett 15. janúar 2016. Umsókn um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni númer 14 við Víðibrún landnúmerið 223816. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Mark Stofu ehf. af Magnúsi H Ólafssyni arkitekt, kt. 150550-4759. Uppdrættirnir eru dagsettir 22. desember 2015, númer SUM-15-5260 og SUM-15-5261.
Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.

5.Grenihlíð 14 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1601010Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Kristjáns Elvars Gíslasonar, dagsett 30. desember 2015. Umsókn um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin felur í sér að settir verða tveir gluggar á norður stafn hússins, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Byggingarleyfi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.