Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Borgarsíða 8 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1606021Vakta málsnúmer
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Víglunda Rúnars Péturssonar, fh. Vegagerðarinnar á Sauðárkróki kt. 680269-2899. Umsóknin er dagsett 2. júní 2016 og er um leyfi til að steypa stoðveggi, ámoksturstramp og niðurfallsrennur, ásamt því að malbika hluta lóðar stofnunarinnar að Borgarsíðu 8. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki númer 0335-1, nr.S-101, B-101 og B102, dagsettir 8. mars 2014 og 16. mars 2016. Byggingarleyfi veitt.
2.Hátún 1 (146038) - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1606149Vakta málsnúmer
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Gunnlaugs Hrafns Jónssonar kt. 070475-2949 og Helgu Sjafnar Helgadóttur kt. 250675-3729, dagsett 10. júní 2016. Umsókn er um leyfi til að byggja við kálfahús sem stendur á jörðinni Hátúni 1. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389, byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki nr.0042016, númer A-01, A-02 og A-03, dags. 9. júní 2016. Byggingaráform samþykkt.
Einnig sótt um leyfi til að rífa alifuglahús, matshluta 10 stærð 45,9 ferm. sem byggt var 1964. Samþykkt.
Einnig sótt um leyfi til að rífa alifuglahús, matshluta 10 stærð 45,9 ferm. sem byggt var 1964. Samþykkt.
3.Freyjugata 50 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1606162Vakta málsnúmer
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Kolbrúnar Axelsdóttur kt. 200468-4229, dagsett 13. júní 2016. Umsókn um leyfi til að til að einangra og klæða utan einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 50 við Freyjugötu á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt.
4.Austari-Hóll 146774 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1606172Vakta málsnúmer
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Þóris Jóns Ásmundssonar kt. 020647-3969 og Margrétar Hjaltadóttur kt. 160250-2599, dagsett 9. júní 2016. Umsóknin er um um leyfi til að byggja við bílskúr, breyta þaki á íbúðarhúsi, og útbúa svefnloft yfir hluta íbúðarhússins að Austari - Hóli í Flókadal, ásamt því að endurnýja glugga, hurðir og utanhússklæðningu. Aðaluppdrættir gerðir á Stoð verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrættir dagsettir 7. júní 2016. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 15:45.