Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

37. fundur 15. nóvember 2016 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ríp 2 146396 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1608034Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Birgis Þórðarsonar kt. 070660-5479, dagsett 6. ágúst 2016 sem er eigandi jarðarinar Ríp II ( 146396). Umsóknin er um leyfi til þess að byggja 36 m2 frístundahús á byggingarreit sem samþykktur var á 275. fundi skipulags- og byggingarnefnd þann 29.07.2015. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðna S. Sigurðssyni kt. 250582-4479. Uppdrættir eru í verki númer 330815, nr. A-101 og A-102, dagsettir 4. ágúst 2015. Byggingaráform samþykkt.

2.Hólmagrund 20 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1611037Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Eddu Maríu Valgarðsdóttur kt. 120567-3149 og Guðna Ólafssonar kt. 160365-4479, dagsett 21. október 2016. Umsókn um leyfi til að klæða utan einbýlishús númer 20 við Hólamagrund á Sauðárkróki. Eins og fram kemur í umsókn verður húsið einangrað og klætt utan með Canexel vatnsklæðningu. Byggingarleyfi veitt.

3.Langhús 146848 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1611116Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Arnþrúðar Heimisdóttur kt. 060971-3909 og Þorláks Magnúsar Sigurbjörnssonar, dagsett 7. nóvember 2016, eigendum jarðarinar Langhús (146848) í Fljótum. Umsóknin er um leyfi til þess að byggja aðstöðuhús við núverandi fjós og hlöðu sem fyrirhugað er að breyta í hesthús og reiðskemmu. Framlagðir uppdrættir eru gerðir af Braga Þór Haraldssonar kt. 080353-4219. Uppdrættir eru í verki númer 7397, nr. A-01 - A-05, dagsettir 31. október 2016. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:00.