Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

43. fundur 16. mars 2017 kl. 10:00 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sólheimar í Sæmundarhlíð - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1703202Vakta málsnúmer

Valdimar Óskar Sigmarsson kt. 080972-5209 og Guðrún Kristín Eiríksdóttir kt. 121177-3749 sækja um byggingarleyfi fyrir fjósbyggingu, viðbyggingu við núverandi fjós að Sólheimum.

Meðfylgjandi framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Eflu ehf verkfræðistofu dagsettir 13.03.2017. Byggingaráform samþykkt.

2.Páfastaðir (145989) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1703192Vakta málsnúmer

Sigurður Baldursson kt. 270963-2349 og G. Kristín Jóhannesdóttir kt. 200861-4269 sækja um byggingarleyfi fyrir fjósbyggingu að Páfastöðum.

Meðfylgjandi framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ívari Ragnarssyni kt. 260756-4949 dagsettir 05.03.2017. Byggingaráform samþykkt.

3.Suðurgata 14 Sauðárkróki - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1703131Vakta málsnúmer

Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson arkitektar faí sækja, fh. Gísla Einarssonar kt. 050648-3899 og Sigrúnar Benediktsdóttur kt. 040249-4279,um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu hússins Ártún, Suðurgötu 14, Sauðárkróki og viðbyggingu við gamla húsið til að auka notagildi þess sem íbúðarhúss. Jafnframt er formlega óskað leyfis fyrir niðurrifi viðbygginga.

Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir, dagsettir 10. maí 2017 unnir af arkitektunum Grétari og Stefáni Erni ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands um erindið. Byggingaráform samþykkt.

4.Iðutún 18 Sauðárkróki - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1703142Vakta málsnúmer

Sigríður Regína Valdimarsdóttir kt. 160986-3449 og og Stefán Þór Stefánsson kt. 080889-2169 sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni Iðutún 18 á Sauðárkróki.

Meðfylgjandi framlagðir aðaluppdrættir, dagsettir 05.03.2017 gerðir hjá RÚM teiknistofu Fjarðarseli 6 Reykjavík af Rúnari Inga Guðjónssyni byggingarfræðing kt 170669-4319.

Verknúmer 01-17 uppdrættir A 01- A 03. Byggingaráform samþykkt



Fundi slitið - kl. 11:15.