Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sæmundargata 11 - Umsókn um byggingarleyfi, smáhýsi á lóð
Málsnúmer 1707170Vakta málsnúmer
Ásbjörg Valgarðsdóttir kt. 190773-5749 eigandi íbúðar með fastanúmerið 213-2330 sem er í fjöleignahúsi númer 11 við Sæmundargötu óska heimildar til að byggja 9,0 m² smáhýsi á lóðinni. Fyrirhuguð staðsetning kemur fram á meðfylgjandi gögnum og er innan sérnotaflatar samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu dags. 7. apríl 1999. Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Erindið samþykkt
2.Neðri-Ás 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1707161Vakta málsnúmer
Erlingur Garðarsson kt. 100259-3979 þinglýstur eigandi jarðarinnar Neðra-Áss 1 landnúmer 146476 sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við fjós á jörðinni. Byggingarreitur var samþykktur á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 8. maí sl. Aðaluppdrættir er gerður af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, kt. 040381-5389, séruppdrættir eru gerðir af Eflu verkfræðistofu. Aðaluppdrættir eru í verki númer 0022017 nr. A-01, A-02 og A-03 dagsettir 21.07.2017. Byggingaráform samþykkt.
3.Skúfsstaðir (146486) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1707158Vakta málsnúmer
Þorsteinn Axelsson kt. 020268-5499 þinglýstur eigandi jarðarinnar Skúfsstaða (landnr. 146486) Hjaltadal sækir um leyfi til þess að stækka núverandi fjós skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir nr. A-101, A-102 og A-103 dags. 19. júlí 2017 í verki nr. 70314. Byggingaráform samþykkt.
4.Viðvík (146424) - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1611073Vakta málsnúmer
Kári Ottósson kt. 181163-6909 sækir með bréfi dagsettu 30. júní 2017 um byggingarleyfi fyrir gripahúsi að Viðvík. Aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389 dagsettir 11. júní 2017 og mótteknir 31. júlí 2017. Númer uppdrátta A-01 og A-02. Byggingaráform samþykkt.
5.Ármúli - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1707202Vakta málsnúmer
Hermann Þórisson kt. 140960-4709 þinglýstur eigandi Ármúla, landnr. 145983, sækir hér með um byggingarleyfi fyrir tvö smáhýsi á jörðinni. Húsin eru byggð á byggingarreit sem samþykktur var af Skipulags- og byggingarnefnd 3. maí og sveitarstjórn 8. maí sl. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Guðna S. Sigurðssyni tæknifræðing kt. 250582-4479. Byggignaráform samþykkt.
6.Varmahlíð lóð 146116 - Reyniland leikskóli - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1708013Vakta málsnúmer
Guðmundur Þór Guðmundsson sækir fh. Eignasjóðs sveitarfélagsins um leyfi til að staðsetja 9,9 ferm smáhýsi á lóð leikskólans Reynilands í Varmahlíð.Landnúmer lóðar 146116. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt 200857-5269. Erindið samþykkt leyfi veitt.
7.Sólgarðar lóð 207636 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1707175Vakta málsnúmer
Sigríður Ólafsdóttir arkitekt kt. 071070-5069 sækir, fh. Í Fljótum ehf. kt. 620915-0330 um leyfi til að breyta gamla skólahúsinu að Sólgörðum í gistiheimili. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 3. ágúst sl. breytta notkun byggingarinnar. Landnúmer lóðarinnar er 207636 og fastanúmer eignarinnar 214-3857. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir hjá Gríma arkitektar af Sigríði Ólafsdóttur arkitekt. Byggignaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:30.