Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

59. fundur 07. desember 2017 kl. 09:30 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut 143721 Sundlaug-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1612059Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson fh. Eignasjóðs Sveitarfélgsins Skagafjarðar sækir um leyfi fyrir breytingum og endurbótum á Sundlaug Sauðárkróks, ásamt því að byggja við sundlaugina og bæta við pottum og rennibrautum.
Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Úti og Inni arkitektar af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt kt. 021256-7579. Uppdrættir dagsettir 7. desember 2016 með breytingum 5. desember 2017. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

2.Borgarflöt 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1711242Vakta málsnúmer

Friðrik Hreinn Hreinsson og Guðrún Helga Tryggvadóttir eigendur Þreksports ehf. kt. 540904-2940, sækja um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti húsnæðisins að Borgarflöt 1, fastanúmer 213-1287.
Breyta á húsnæðinu sem áður var undir starfsemi Tónlistarskóla Skagafjarðar í líkamsræktastöð. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir er í verki 7174-01, nr. A-101, A-102 og A-103, dagsettir 21. nóvember 2017. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

3.Langaborg (225909) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1711209Vakta málsnúmer

Ólafur Gísli Sigurjónsson kt 050959-7249 og Lilja Guðbjartsdóttir kt 030361-5129 sækja um leyfi til að reisa 15 ferm aðstöðuhús á landi sínu Lönguborg úr landi Hellulands í Hegranesi. Landnúmer Lönguborgar er 225909. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.


Fundi slitið - kl. 10:00.