Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

69. fundur 25. maí 2018 kl. 08:00 - 09:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Jón Örn tók þátt í afgreiðslum fundarins með fjarfundarbúnaði

1.Efra Haganes I lóð 3 (219260) -Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1805043Vakta málsnúmer

Haukur B. Sigmarsson kt. 200782-5779 sækir fh. Fljótabakka ehf. kt. 531210-3520, sem er þinglýstur eigandi lóðarinnar Efra Haganes 3, um heimild til breytinga á gamla verslunarhússinu sem er á lóðinni.
Húsið var byggt 1933 af Samvinufélagi Fljótamanna og var verslunarhús um langt skeið. Nú er fyrihugað að starfsemi í húsinu verði rekin í tengslum við rekstur fjallaskálans á Deplum. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofunni Kollgátu af Valþór Brynjarssyni kt. 240463-5209 gera nánari grein fyrir erindinu.
Byggingaráform samþykkt.

2.Hofsstaðir lóð II (221579) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1804159Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1804291, dagsettur 23. apríl 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Gestagarðs ehf., kt. 630609-0970, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hofsstöðum, 551 Sauðárkróki.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Sólgarðaskóli - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1805120Vakta málsnúmer

Á 48. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 14. júní 2017 var tekið fyrir neðangreint erindi, og eftirfarandi bókað:
Sólgarðaskóli 221774 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis - 1705205.
"Með tölvubréfi, dagsettu 24. maí 2017 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra eftir umsögn um umsókn Kristínar S. Einarsdóttur kt. 030474-4499, f.h. Söguskjóðunnar kt. 46630517-1760, um leyfi til að vera með gististað í flokki III að Sólgörðum (214-3859) í Fljótum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis."
Nú, með umsókn dags. 14.05.2018, sækir Kristín S. Einarsdóttir kt. 030474-4499, Víðimýri 10 550 Sauðárkróki f.h. Söguskjóðunnar slf. kt.630517-1760, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Sólgörðum í Sólgarðaskóla. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu breytts rekstrarleyfis, breyting úr flokki III í flokk IV.

4.Reykjarhólsvegur 4A - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1805123Vakta málsnúmer

Þröstur I. Jónsson kt.060371-3669 sækir fh. Brynjars Geirssonar kt 201261-3419 um heimild til að einangra og klæða utan frístundahúsið með Canexel útveggjaklæðningu. Meðfylgjandi gögn gera nánari grein fyrir erindinu.
Byggingarleyfi veitt.

5.Geldingaholt II - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1805121Vakta málsnúmer

Sigurjón Tobíasson kt. 081244-5969, þinglýstur eigandi Geldingaholts II, landnr. 146030, óskar eftir heimild til þess byggja geymsluhúsnæði í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi aðaluppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 17. maí 2018. Númer uppdrátta eru A-101 og A-102 í verki nr. 716223. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

6.Laugatún 21-23 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1805134Vakta málsnúmer

Sigríður Magnúsdóttir sækir fh. Skagfirskra leiguíbúða hses kt. 621216-1200 um byggingarleyfi fyrir byggingu fjögurra íbúða fjölbýlishúsi á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir hjá TAG teiknistofu ehf. af Atla Jóhanni Guðbjörnssyni byggingarfræðing. Uppdráttarblöðin eru dagsett 22. maí 2018 númer 101-105. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

7.Laugatún 25-27 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1805135Vakta málsnúmer

Sigríður Magnúsdóttir sækir fh. Skagfirskra leiguíbúða hses kt. 621216-1200 um byggingarleyfi fyrir byggingu fjögurra íbúða fjölbýlishúsi á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir hjá TAG teiknistofu ehf. af Atla Jóhanni Guðbjörnssyni byggingarfræðing. Uppdráttarblöðin eru dagsett 22. maí 2018 númer 101-105. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

Fundi slitið - kl. 09:10.