Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

75. fundur 11. september 2018 kl. 09:00 - 10:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kirkjugata 7 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1808027Vakta málsnúmer

Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir kt. 170662-3699 eigandi Kirkjugötu 7 á Hofsósi sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishús/bílskúr. Einnig sótt um leyfi fyrir breytingum á þaki bílskúrs. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Ingvari G. Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 0042018, númer A-01 og A-02, dagsettir 1. ágúst 2018. Byggingaráform samþykkt.

2.Minna-Holt lóð (220324) Umsókn um byggingarleyfi - sumarhús stækkun.

Málsnúmer 1808188Vakta málsnúmer

Helgi Hafliðason arkitekt kt. 020341-2979, sækir f.h. Berglindar Gylfadóttur kt. 110664-4519 eiganda sumarhúsalóðarinnar Minna-Holt lóð (220324) um byggingarleyfi fyrir breytingum á sumarhúsi, stækkun á verönd, leyfi fyrir setlaug og geymsluskúr. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Helga Hafliðasyni arkitekt. Uppdrættir eru í verki 1108, númer 0.01 og 0.02, dagsettir 21. ágúst 2018. Byggingaráform samþykkt.

3.Hóll í Sæmundarhlíð - smávirkjun - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1805139Vakta málsnúmer

Hrefna Hafsteinsdóttir kt. 030480-5119 og Jón Grétarsson kt. 081177-4499 eigendur jarðarinnar Hóll (145979) í Sæmundarhlíð sækja um byggingarleyfi fyrir stöðvarhúsi smávirkjunar á jörðinni. Meðfylgjandi aðaluppdráttur er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219. Uppdráttur er í verki 743405, númer A-101, dagsettur 6. september 2018. Byggingarleyfi veitt.

4.Stóra-Brekka 146903 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1808074Vakta málsnúmer

Valþór Brynjarsson kt. 240463-5209 hjá Teiknistofunni Kollgátu sækir fh. Fljótabakka ehf. kt. 531210-3520 um leyfi til að rífa að hluta, endurbyggja og breyta notkun á mhl. 12, skráð geymsla á j´örðinni. Fyrirhugað er að breyta húsinu í starfsmannahús. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerði á Teiknistofunni Kollgátu af Valþóri Brynjarssyni. Uppdráttur er í verki 13_15_024, númer 100, dagsettur 24. júlí 2018. Byggignaráform samþykkt.

5.Skagfirðingabraut 51 - Mjólkursamlag - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1807161Vakta málsnúmer

Magnús Freyr Jónsson kt. 210172-4599 sækir f.h. Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga um byggingarleyfi fyrir tveimur hráefnistönkum á lóð Mjólkursamlagsins við Skagfirðingabraut 51 (landnr. 143718). Hráefnistankarnir verða staðsettir við hlið núverandi hráefnistanka. Meðfylgjandi aðaluppdráttur eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Uppdráttur eru í verki 531803, númer A-000a, dagsettur 17. júlí 2018. Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 10:20.