Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

77. fundur 28. september 2018 kl. 08:00 - 08:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarmýrar (143926) Dælustöð - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1809206Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Skagafjarðarveitna um byggingarleyfi vegna smíði og uppsetningar á 34 rúmmetra loftskiljutanki við dælustöð Skagafjarðarveitna á Borgarmýrum. Landnúmer lóðarinnar er 143926. Tankurinn kemur í stað núverandi safnþróar. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni dagsettir 12. september 2018. Númer uppdrátta B-101 til B-104. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt

2.Syðri-Breið - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1809080Vakta málsnúmer

Eiríkur Þór Magnússon kt. 080670-5329 sækir um leyfi til að byggja aðstöuhús í landi Syðri-Breiðar. Landnúmer jarðarinnar er 178676. Um er að ræða stálgrindarhús á steyptum sökkli. Meðfylgjandi uppdrættir unnir hjá Stoð ehf verkfræðistofu, aðaluppdrættir af Magnúsi Ingvarssyni og burðarvirkja- og langauppdrættir af Þórði Karli Gunnarssyni. Dagsetning uppdrátta er 5. september 2018. Númer uppdrátta A-100, A-101, B-101, B-102 og P-101. Byggingaráformin samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:45.