Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

78. fundur 18. október 2018 kl. 09:45 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Laufskálar (146472) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1808115Vakta málsnúmer

Hjörvar Árni Leósson kt. 130587-3569 og Bylgja Finnsdóttir kt. 280488-3489 eigendur jarðarinnar Laufskála (146472) sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum og stækkun á lausagöngufjósi að Laufskálum. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 754201, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 14. september 2018. Byggingaráform samþykkt.

2.Nautabú 146475 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1809014Vakta málsnúmer

Höskuldur Jensson kt. 111168-3509 eigandi jarðarinnar Nautabú (146475) sækir um byggingarleyfi fyrir reiðhöll á jörðinni. Meðfylgjandi aðaluppdráttur er gerður á teiknistofunni BK Hönnun ehf. af Birki Kúld Péturssyni kt. 010884-3499. Uppdrættir eru í verki 18-27, númer 101, 102 og 104, dagsettir 5. júlí 2018. Byggingaráform samþykkt.

3.Víðimýrarkirkja (146088) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1809270Vakta málsnúmer

Guðmundur Lúther Hafsteinsson arkitekt, sækir um leyfi f.h. Þjóðminjasafns Íslands að breyta notkun útihúsa á Víðimýri (146088) í geymslur fyrir húsasafn Þjóðminjasafns Íslands. Um er að ræða mhl. 03, 06 og 07 á lóðinni. Einnig sótt um minnháttar breytingar á innri skipan og útliti húsana, ásamt því að taka inn rafmagn og setja upp brunaviðvörunarkerfi. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir á Þjóðminjasafni af umsækjanda númer VÚH01, VÚH02 og VÚH03. Byggingaráform samþykkt.

4.Illugastaðir 145897 - Beiðni um niðurfellingu úr fasteignaskrá.

Málsnúmer 1810067Vakta málsnúmer

Þann 25. september 2018 brann íbúðarhúsið að Illugastöðum í Laxárdal til grunna. Snorri Björn Sigurðsson kt. 230750-2709 óskar eftir, fh. eigenda, að eignin verði afmáð úr fasteignaskrá. Landnúmer jarðarinnar er 145897 og fasteignanúmer er F213607. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.