Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

87. fundur 05. júní 2019 kl. 13:15 - 14:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarflöt 31 - OLÍs - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1904063Vakta málsnúmer

Gunnar Örn Sigurðsson kt. 130666-3379,sækir, fh. Olíuverslunar Íslands ehf. kt. 500269-3249, um leyfi til að byggja sjálfsafgreiðslustöð með þremur eldsneytisdælum, tækjarými og skyggni, ásamt ID skilti að Borgarflöt 31. Framlagðir uppdrættir eru gerðir hjá ASK arkítektum af Gunnari Erni Sigurðsyni. Uppdrættir eru í verki 1921, númer 10-01, 10-02 og 10-03, dagsettir 10. og 24. maí 2019. Byggingaráform samþykkt.

2.Gilstún 8 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1905077Vakta málsnúmer

Björn Kristinn Adolfsson kt. 040974-2969 og Guðrún Anna Númadóttir kt. 240469-3249, eigendur parhúss á lóðinni númer 8 við Gilstún á Sauðárkróki, sækja um leyfi til að byggja bílskúr, ásamt því að koma fyri setlaug á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Óðinstorg VH ehf. af Vilhjálmi Hjálmarsyni arkitekt kt. 290638-4379. Uppdrættir eru númer 1234-1-1 og 1234-SKRT, dagsettir í desember 2018. Byggingaráform samþykkt.

3.Iðutún 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1905186Vakta málsnúmer

Sverrir Pétursson kt. 040489-3559 og Helga Sif Óladóttir kt. 080891-2029, sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 2 við Iðutún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki 1905-01, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 22. maí 2019. Byggingaráform samþykkt.

4.Glæsibær (221963) dýralæknisaðstaða - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1905263Vakta málsnúmer

Stefán Friðriksson kt. 020673-3629 fh. Dýralæknaþjónustu Stefáns Friðrikssonar ehf. kt. 470703-2020, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi dýralæknisaðstöðu á jörðinni Gæsibæ land 6, landnúmer 221963. Einnig sótt um leyfi til að gera íbúð fyrir ofan núverandi hesthús og dýralæknisaðstöðu. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni kt. 051084-3149. Uppdrættirnir eru í verki 753512, númer A-100 til A-103, dagsettir 31. maí 2019. Byggingaráform samþykkt

5.Kirkjugata 9 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1906049Vakta málsnúmer

Helgi Hrannar Traustason kt. 010585-5119 og Vala Kristín Ófeigsdóttir kt. 291187-2859 sækja um leyfi til að byggja við og breyta útliti einbýlishúss að Kirkjugötu 9 á Hofsósi. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Ingvari G. Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 3065, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 24. maí 2019. Byggingaráform samþykkt.

6.Reykjarhóll - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1905029Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1905050 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 3. maí 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Sjafnar Guðmundsdóttur kt. 170955-3829, f.h. Reykjarhólls ehf. kt. 561014-0350, um leyfi til að reka gististað í flokki III í íbúðarhúsi að Reykjarhóli, lóð 146878, í Fljótum. Fasteignanúmer F2144298. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

7.Hofstaðir lóð I (219174) og lóð II (221579) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1906048Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1906023 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 4. júní 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Þórólfs Sigjónssonar kt. 270165-4359, f.h. Selsbursta kt. 411298-2219, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Hofsstöðum lóð 1 (219174), gistihús með fasteignanúmerið F2321920 og Hofsstöðum lóð II (221579) með fasteignanúmerið F2349442. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 14:30.