Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sólgarðar lóð 207636 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2001161Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. janúar 2020 úr máli nr. 2001220 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Arnar Þór Árnason f.h. Sótahnjúks ehf. kt. 691012-1740 sækir um leyfi til að reka gististað í fl. IV (stærra gistiheimili) að Sólgörðum í Fljótum. Fasteignanúmer 2143857. Áætlaður fjöldi gesta í gistingu allt að 15 manns. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.
2.Barmahlíð 11 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2002223Vakta málsnúmer
Sigríður Svavarsdóttir 260658-5739 sækir um leyfi til að gera breytingar á einbýlishúsi sem stendur á lóðinni númer 11 við Barmahlíð. Breytingin felur í sér að aksturdyrum í bílskúr er fækkað úr tveimur í eina og innan gengt verður milli íbúðar og bílskúrs. Framlagður uppdráttur er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdráttur er í verki 3106, númer 1-A-1, dagsettur 23. febrúar 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
3.Miklibær lóð 2 L224983 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2002263Vakta málsnúmer
Egill Yngvi Ragnarsson kt. 171187-3709 og Guðmunda Magnúsdóttir kt. 300891-2849 sækja um leyfi til að gera breytingar á íbúðarhúsi sem stendur á lóðinni Miklibær lóð 2, L224983. Um er að ræða breytingar á innra skipulagi og útliti hússins. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Teiknistofunni Óðinstorg af Birni Helgasyni kt. 220146-2359. Uppdrættir eru númer 1264-1-1, 1264-1-2 og 1264-1-3, dagsettir 7. febrúar 2020. Byggingaráform samþykkt.
4.Bræðraborg (146395) - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2002038Vakta málsnúmer
Þórður Þórðarson kt. 021064-3439 sækir um leyfi til að byggja vélaskemmu á lóðinni Bræðraborg, L146395 í Hegranesi. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf. af Ívari Haukssyni kt. 110383-5339. Uppdráttur er í verki 1555, númer 1, útgáfa B, dagsettur 4. febrúar 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
5.Raftahlíð 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2003038Vakta málsnúmer
Óli Björn Pétursson kt. 020496-3209 sækir um leyfi til að breyta útliti raðhúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Raftarhlíð. Breytingarnar varða glugga á suðurstafn hússins. Framlagður uppdráttur er gerður af Skúla H. Bragasyni kt. 280272-3619. Uppdráttur er í verki 20-0029, númer A100, dagsettur 01.03.2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
6.Brúnastaðir L146789 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2002234Vakta málsnúmer
Jóhannes H. Ríkharðsson kt. 030366-4929 og Stefanía Hjördís Leifsdóttir kt. 210665-3909, eigendur Brúnastaða (146789) í Fljótum sækja um heimild til þess að breyta notkun á hluta húsnæðis sem skráð er gripahús í matvælavinnslu. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 745502, númer A-101 og A-102, dagsettir 24. febrúar 2020. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 14:30.