Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

107. fundur 08. júlí 2020 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lóð 70 við Sauðárhlíð - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2006138Vakta málsnúmer

Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149, sækir f.h. Ljónagryfjunnar ehf. kt. 520407-0730 um leyfi til að byggja við núverandi húsnæði á lóð 70 við Sauðárhlíð L144009. Fyrirhugðuð byggingin mun hýsa veitingastað. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 5051, númer A-100 og A-101, dagsettir 12. júní 2020. Byggingaráform samþykkt.

2.Aðalgata 7 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2007061Vakta málsnúmer

Tómas Árdal kt. 210959-5489, sækir f.h. Stá ehf. kt. 520997-2029 um leyfi fyrir breytingum á innangerð veitinga- og þjónustuhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 7 við Aðalgötu.Framlagðir uppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín kt. 070149-3469. Uppdrættir eru í verki númer B-012, dagsettir 1. júlí 2020. Byggingaráform samþykkt.

3.Laugatún 1 nh. - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2007031Vakta málsnúmer

Auður Haraldsdóttir kt. 030167-3929 og Gunnar Björn Rögnvaldsson kt. 151164-3079 eigendur íbúðar með fasteignanúmerið F2131952, neðri hæð í fjöleignahúsi á lóðinni númer 1 við Laugatún sækja um leyfi fyrir stoðvegg ásamt því að setja hurð á suðurhlið hússins. Einnig sótt um leyfi fyrir 14,5m² garðhúsi á lóðinni. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdrættir í verki nr. 143563, dags. 4. júní 2020, nr. A-100 og A-101. Byggingarleyfi veitt.

4.Lýtingsstaðir L219794 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2007040Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. júlí 2020 úr máli 2007073 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 3. júlí 2020 sækir Evelyn Ýr Kuhne, kt. 050373-2239, um leyfi til að reka gististað í flokki II í þremur sumarhúsum að Lýtingsstöðum L219794. Fasteignanr. F2323962, mhl. 01,02 og 03. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Syðra-Skörðugil, L146065- Umsagnabeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2006281Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. júní 2020 úr máli 2006376 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 23. júní 2020 sækir Elvar E. Einarsson, kt. 141172-3879, f.h. Ferðaþjónustunnar Syðra-Skörðugili, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Syðra-Skörðugili L146065. Fasteignanr. F2140619, mhl. 03. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.Hólatún 14 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2007081Vakta málsnúmer

Stefán Árnason byggingarfræðingur kt. 020346-4269, sækir f.h. Þorgríms G. Pálmasonar kt. 010554-4629 um leyfi til að byggja við bílskúr sem stendur á lóðinni númer 14 við Hólatún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 2020-033, númer 100, 101 og 102, dagsettir 01. júlí 2020. Byggingaráform samþykkt.

7.Skíðasvæði í Tindastól 199730 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2007082Vakta málsnúmer

Sigurður Bjarni Rafnsson kt. 100371-4809, sækir f.h. Skíðadeildar UMF Tindastóls kt. 690390-1329 um leyfi til að setja upp Moelven Modul húseiningar á skíðasvæði Tindastóls. Húseiningarnar verða innréttaðar til gistingar, ásamt tilheyrandi aðstöðu.
Framlagðir uppdrættir gerðir á Verkís hf. verkfræðistofu kt. 611276-0289 af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki 20164, númer C41.001 A og C41.002, dagsettir 8. júlí 2020. Byggingaráform samþykkt.

8.Hólkot 146543 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 2007083Vakta málsnúmer

Halldór Ingólfur Hjálmarsson kt. 3001552789 sækir f.h. eigenda jarðarinnar Hólkots L146543 um leyfi til að rifa eftirtalin mannvirki á jörðinni. Mhl 03, fjós byggt árið 1956. Mhl 04, fjárhús byggt árið 1956. Mhl 06, hlaða byggð árið 1956. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.