Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

112. fundur 03. desember 2020 kl. 13:30 - 14:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut L143721 - Sundlaug - 2. áfangi - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2011078Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sækir f.h. Eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, kt. 550698-2349 um breytingu á áður samþykktu byggingarleyfi vegna Sundlaugar Sauðárkróks. Leyfi veitt á 59. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Skagafjarðar 7. desember 2017.
Breytingin varðar 2. áfanga verksins sem er viðbyggingu við núverandi laug, með tæknirými, laugum og rennibrautum. Framlagðir breyttir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni Úti og Inni sf. af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt, kt. 021256-7579. Uppdrættir í verki 1609, númer A-100 til A-106, dagsettir 6. nóvember 2020. Byggingaráform samþykkt.

2.Hof lóð 3 L223031 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2001204Vakta málsnúmer

Jón Eiríksson, kt. 050263-2829 sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Hof lóð 3, L223031. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Vigfúsi Halldórssyni, kt. 100760-5849. Uppdrættir í verki nr. 20-05, númer A-0, A-1 og A-2, dagsettir 11. nóvember 2020. Byggingaráform samþykkt.

3.Hof L146539 - Umsókn um byggingarrleyfi.

Málsnúmer 2010137Vakta málsnúmer

Birkir Kúld Pétursson, kt. 010884-3499 sækir f.h. Hofstorfunnar slf., kt. 410703-3940 um leyfi til að byggja áhalda-/verkfærageymslu á jörðinni Hofi, L146539 á Höfðaströnd. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni BK Hönnun af umsækjanda. Uppdrættir í verki 20-15, númer 101 til 105, dagsettir 20. október 2020. Byggingaráform samþykkt.

4.Eyrartún 8 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2011275Vakta málsnúmer

Guðmundur Ragnarsson, kt. 231053-6899 og Herdís Á. Sæmundardóttir, kt. 300754-4309 sækja um leyfi til að gera breytingu á útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 8 við Eyrartún á Sauðárkróki. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdráttur í verki 0220, númer 01, dagsettur 20. nóvember 2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Fellstún 16 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2004183Vakta málsnúmer

Sunna Björk Björnsdóttir, kt.311083-3929 og Jón Ölver Kristjánsson, kt.170679-5209 sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 16 við Fellstún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni, kt. 051084-3149. Uppdrættir í verki 763301, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 28. október 2020. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:30.