Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

124. fundur 30. júní 2021 kl. 08:30 - 09:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ljónsstaðir L230903 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2106103Vakta málsnúmer

Birkir Kúld Pétursson, kt. 010884-3499 sækir f.h. Sonju S. Sigurgeirsdóttur, kt. 141296-2999 um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Ljónsstaðir L230903 í Sæmundarhlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni BK hönnun ehf. af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 21-10, númer 101 og 102, dagsettir 20.05.2021. Byggingaráform samþykkt.

2.Varmilækur land L212970 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2101014Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Elíasson, kt. 271277-3429 og Jóhanna H. Friðriksdóttir, kt. 080579-5359 sækja um leyfi til að breyta og byggja við hesthús/hlöðu á jörðinni Varmalækur land L 212970. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Vigfúsi Halldórssyni kt. 100760-5849. Uppdrættir eru í verki 20-09, númer A-1, A-2 og A-3, dagsettir 07.08.2020. Byggingaráform samþykkt.

3.Smáragrund 7 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2106106Vakta málsnúmer

Ólína Björk Hjartardóttir, kt. 130988-2889 sækir um leyfi til að gera breytingar á útliti einbýlishúss stendur á lóðinni númer 7 við Smáragrund á Sauðárkróki.
Sótt er um að einangra og klæða húsið utan, ásamt því að endurnýja glugga. Framlagðir uppdrættir gerðir á Verkís hf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki 200161, númer C41.001 og C41.002, dagsettir 8. júní 2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Skógarstígur 6 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2009075Vakta málsnúmer

Óskar Már Atlason, kt. 190981-5099 og Hafdís Arnardóttir, kt. 081281-7189 sækja um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 6 við Skógarstíg í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir í verki 0042021, númer A-01 og
A-02, dagsettir 28. maí 2021. Byggingaráform samþykkt.

5.Brúsabyggð 3 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2106305Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 22. júní 2021, frá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.06.2021, óskar Gústaf Gústafsson, kt. 070173-5739, f.h. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf, kt. 480520-0250, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Brúsabyggð 3, Hólum í Hjaltadal. Fasteignanr. F2222896. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 09:15.