Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Kárastígur 16 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2103239Vakta málsnúmer
Magnús Tómas Gíslason, kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir, kt. 180276-3199 sækja um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 16 við Kárastíg á Hofsósi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 3117, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 18. mars 2021. Byggingaráform samþykkt.
2.Bakkatún L230823 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2107077Vakta málsnúmer
Björn Sverrisson, kt. 010261-3099 sækir um leyfi til að byggja frístunda- og geymsluhús í landi Bakkatúns, L230823 á Skaga. Framlagðir aðaluppdrættir af frístundahúsi gerðir á Pro-Ark Teiknistofu af Kjartani Sigurbjartssyni kt. 190275-5319. Uppdrættir eru númer A-100, A-111, A-201 og A-400, dagsettir 1. júní 2021. Aðaluppdráttur af geymsluhúsi gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, kt. 120379-4029. Uppdráttur er númer A-101, dagsettur 28. júní 2021. Byggingaráform samþykkt.
3.Aðalgata 10 - Tilkynnt framkvæmd
Málsnúmer 2108121Vakta málsnúmer
Ólafur E. Friðriksson, f.h. Birnu Baldursdóttur, kt. 090650-2899 leggur fram gögn yfir tilkynnta framkvæmd er varðar endurnýjun á gluggum íbúðarhúss sem stendur á lóðinni númer 10 við Aðalgötu á Sauðárkróki. Fasteignanúmer eignar F2131117.
Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 18. júní 2021.
Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar dagsett 18. júní 2021.
Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
4.Deplar L146791 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2011132Vakta málsnúmer
Svavar M. Sigurjónsson, kt. 180867-3419, sækir f.h. Fljótabakka ehf., kt. 531210-3520 um leyfi til að setja upp 5 eldsneytistanka til eigin nota ásamt tilheyrandi búnaði á jörðinni Deplum, L14679 í Fljótum. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Verkhofi ehf. af umsækjanda. Uppdráttur er í verki 13-48, númer 901, dagsettur 11.11.2020. Byggingaráform samþykkt.
5.Bær L146513 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.
Málsnúmer 2108023Vakta málsnúmer
Finnur Stefánsson, f.h. Höfðaströndar ehf. kt. 430505-0840 sækir um leyfi til að rífa sumarhús á jörðinni Bæ, L146513 á Höfðaströnd, fasteigannúmer F2143061, mhl. 17 á jörðinni. Erindið samþykkt, leyfi veitt.
6.Lóð 70 við Sauðárhlíð Sauðá - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2106036Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 3. júní 2021, frá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Sauðárhlíðar ehf., kt. 590421-1970 um leyfi til reksturs, veitingaleyfi A, veitingahús. Heiti staðar Sauðá sem stendur á Lóð 70 við Sauðárhlíð, L144009, Fasteignanúmer F2132646. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 11:15.