Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Neðri-Ás 2 L146478 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2110053Vakta málsnúmer
Christine Gerlinde Busch, kt. 251262-2769 og Michael Arno Busch, kt. 141155-2459 sækja um leyfi til að byggja hesthús/reiðhöll á jörðinni Neðri-Ás 2, L146478 í Hjaltadal. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 707701, númer A-101 til og með A-106, dagsettir 30. sept. 2021. Byggingaráform samþykkt.
2.Hulduland L223299 -Tilkynnt framkvæmd.
Málsnúmer 2109371Vakta málsnúmer
Ingvar Gýjar Sigurðarson, kt. 020884-3639, f.h. Maríu Eymundsdóttur, kt. 040684-2209 og Pálma Jónssonar, kt. 200980-5149, leggur fram gögn yfir tilkynnta framkvæmd er varðar byggingu gestahúss í landi Huldulands, L223299 í Hegranesi. Fasteignanúmer F2355426. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
3.Grenihlíð 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2110113Vakta málsnúmer
Jón Ingi Sigurðsson, kt. 211059-3119 og Elísabet Hrönn Pálmadóttir, kt.160857-7149 sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti vesturhliðar raðhúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Grenihlíð. Framlagður uppdráttur gerður af Einari I. Ólafssyni, kt. 150390-3389. Uppdráttur er númer 01, dagsettur 18. október 2021. Fyrir liggur samþykki eigna Grenihlíðar 3, 5 og 7. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
4.Melatún 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2109043Vakta málsnúmer
Guðmundur Árni Sigurbergsson, kt. 080989-2969 og Irma Guðvarðsdóttir, kt. 150488-3469 sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 2 við Melatún. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir á teiknistofunni Kvarða af Gísla G. Gunnarssyni, kt. 020649-2409. Uppdrættir eru í verki 2020. G-247, númer AB-1, AB-2, AB-3 og Ab-4, dagsettir 16. ágúst 2021. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:45.