Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

131. fundur 01. desember 2021 kl. 09:00 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2111009Vakta málsnúmer

Jóhanna Þorvaldsdóttir, kt. 070263-5219 og Ásgeir Þröstur Gústavsson, kt. 070795-3109 sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti fjöleignahúss sem stendur á lóðinni númer 33 við Skagfirðingabraut. Breytingar varða hurðir og glugga. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýjar Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 3143, númer A-101 og A-102, dagsettir 6. apríl 2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Sæmundarhlíð L143826,Iðja - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2111181Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson, kt. 200857-5269 f.h. Eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um leyfi til að byggja geymsluskúr á lóð Iðju við Sæmundarhlíð L143826. Framlagður uppdráttur gerður á Veitu og framkvæmdasviði af umsækjanda. Uppdráttur er í verki 211110, númer 11.1, dagsettur 10. júlí 2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt

3.Brúarland L146511 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2111076Vakta málsnúmer

Guðmundur J. Sverrisson, kt. 291066-3219 sækir f.h. Makita ehf., kt. 651017-1300, eiganda Brúarlands í Deildardal L146511 um leyfi til að einangra og klæða utan einbýlishús á jörðinni, ásamt því að byggja yfir kjallarainngang og útbúa svalir. Framlagðir uppdrættir gerðir af Þorgeiri Þorgeirssyni, kt. 260260-7749. Uppdrættir er í verki 05-001, númer A1-001 og A1-002, dagsettir í október 2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Hofsstaðasel L146407 - Umsókn um stöðu- og byggingarleyfi.

Málsnúmer 2111044Vakta málsnúmer

Bessi Vésteinsson, kt. 120970-3059, f.h. Sels ehf., kt. 590602-2480 sækir um stöðu- og byggingrleyfi fyrir frístundahúsi á jöðinni Hofsstaðaseli, L146407.
Húsið sem um ræðir er byggt á lóðinni númer 69 við Austurveg á Selfossi, fokhelt og frágengið utan. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir hjá Al-Hönnun ehf. af Runólfi Þór Sigurðssyni, kt. 090157-2489. Uppdrættir eru í verki 21-154, númer 101, 102 og 103, dagsettir í nóvember 2021, ásamt séruppdráttum gerðum af sama aðila. Erindið samþykkt, stöðu og byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 09:45.