Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

135. fundur 25. mars 2022 kl. 08:45 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Grindur 146530 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2201161Vakta málsnúmer

Birgir Ágústsson sækir f.h. Rúnars Páls Dalmanns Hreinssonar um leyfi til að byggja fjárhús á jörðinni Grindum L146530. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Birgi Ágústssyni verkfræðingi. Uppdrættir númer 100.1, 100.2, 100.2 og 100.3, dagsettir 5. janúar 2022. Byggingaráform samþykkt.

2.Skólagata Lindarbrekka 146726 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 2202326Vakta málsnúmer

Valgeir Þorvaldsson eigandi Skólagötu Lindarbrekku L146726 sækir um leyfi til að rífa mhl. 02 og mhl. 03 á lóðinni. Erindið samþykkt, leyfi veitt.

3.Raftahlíð 69 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2203022Vakta málsnúmer

Sverrir Valgarðsson og Karlotta S. Sigurðardóttir sækja um leyfi til að setja glugga á suður stafn raðhúss sem stendur á lóðinni númer 69 við Raftahlíð. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki 0222, númer 01, dagsettur 14. janúar 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Víðigrund 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2203056Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson sækir f.h. Ingunnar Söndru Arnþórsdóttur og Birgis Ingvars Jóhannessonar um leyfi til að breyta gluggum á einbýlishúsi sem stendur á lóðinni númer 9 við Víðigrund. Framlagður uppdráttur gerður á Teikistofu Þ. Guðmundssonar af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki HA22105, númer A-101, dagsettur 28. febrúar 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Hólmagrund 18 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2203068Vakta málsnúmer

Katrín S. Gísladóttir sækir um leyfi til að setja svalahurð og breyta gluggum á einbýlishúsi sem stendur á lóðinni númer 18 við Hólmagrund. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari G. Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdráttur í verki 3186, númer A-101, dagsettur 5. mars 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

6.Nestún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2203174Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson sækir f.h. Sigríðar Rósu Valgeirsdóttur um leyfi til að byggja einbýlishús sá lóðinni númer 1 við Nestún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teikistofu Þ. Guðmundssonar af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki HA2199, númer A-101, A102 og A-103 dagsettir 19. janúar 2022. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:45.