Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skarðseyri 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2204009Vakta málsnúmer
Þórður Karl Gunnarsson, sækir f.h. Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. um leyfi til að byggja steypustöð á lóðinni númer 1 við Skarðseyri. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni byggingatæknifræðingi. Uppdrættir í verki 350302, númer A-100 og A-101, dagsettir 1. apríl 2022. Byggingaráform samþykkt.
2.Hólatún 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2204038Vakta málsnúmer
Birna Jónsdóttir og Eiríkur Jónsson sækja um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 9 við Hólatún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari G. Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3180, númer A-101 og A-102, dagsettir 23. mars 2022. Byggingaráform samþykkt.
3.Glaumbær II 146034 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2204136Vakta málsnúmer
Þórir Guðmundsson sækir f.h. Þorbergs Gíslasonar og Birnu Valdimarsdóttur um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á jörðinni Glaumbæ II, landnúmer 146034. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki 22022, númer A-01 og A-02, dagsettir 20. apríl 2022. Byggingaráform samþykkt.
4.Lambeyri ehf. L196141 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2204132Vakta málsnúmer
Friðrik Rúnar Friðriksson sækir f.h. Árhvamms ehf. um leyfi til að breyta gömlu fjárhúsi og hlöðu sem stendur í landi Lameyrar ehf., landnúmer 196141, í geymslu. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi . Uppdrættir eru í verki 0821, númer 01 og 02, dagsettir 22.05.2021. Byggingaráform samþykkt.
5.Varmahlíð L220287- Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2203187Vakta málsnúmer
Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að byggja snyrtingar við geymsluhús sem stendur við íþróttavöllinn í Varamhlíð, landnúmer 220287. Húsið verður byggt á lóð, kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki og flutt þaðan í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi . Uppdrættir er í verki 46130201, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 10. febrúar 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
6.Hólakot L145937 - Umsókn um leyfi til niðurrifs mannvirkja
Málsnúmer 2205031Vakta málsnúmer
Sigurlaug Eiríksdóttir eigandi jarðarinnar Hólakots með landnúmerið 145937 sækir um leyfi til að rífa eftirfarandi mannvirki á jörðinni. Mhl. 03, hesthús og mhl. 05 hlöðu. Húsin sem um ræðir byggð 1961. Erindið samþykkt, leyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 12:00.