Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

6. fundur 26. september 2022 kl. 14:15 - 15:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fagranes 145928 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2207175Vakta málsnúmer

Sveinbjörn Jónsson sækir f.h. Björns S. Jónssonar og Camillu Munk Sörensen um leyfi til að byggja tækjageymslu á jörðinni Fagranesi, L145928 á Reykjaströnd. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á verkfræðistofunni Möndli af Sveinbirni Jónssyni verkfræðingi. Uppdráttur númer 01-05, dagsettur 14.10.2021 og afstöðumynd ásamt skráningartöflu, númer 03-05, dagsett 25.06.2022. Byggingaráform samþykkt.

2.Birkihlíð 31 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2208334Vakta málsnúmer

Ingibjörg H. Hafstað og Sigurður Sigfússon sækja um leyfi til að byggja stoðvegg sem liggur samsíða gangstétt á suður mörkum lóðarinnar númer 31 við Birkihlíð. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari Gýjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdráttur númer B-101, dagsettur 28. ágúst 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Birkihlíð 29 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2209110Vakta málsnúmer

Sigríður Kristjánsdóttir leggur fram gögn varðandi tilkynnta framkvæmd er varðar breytt útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 29 við Birkihlíð. Framkvæmdin varðar einangrun og klæðningu húss utan. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

4.Sigtún 146484 - Umsókn um breytta skráningu fasteignar.

Málsnúmer 2208247Vakta málsnúmer

Ragnhildur Björk Sveinsdóttir eigandi Sigtún 1, L146484, fasteignanúmer, F2142923, sækir um leyfi til að breyta notkun einbýlishúss sem stendur á lóðinni í frístundahús. Erindið samþykkt.

5.Gautastaðir 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2206274Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson sækir f.h. Birgis Gunnarssonar og Astrid Boysen að byggja við sumarhús í landi Gautastaða 1 í Stíflu. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur er númer A-01, dagsettur 19. september 2022. Byggingaráform samþykkt.



6.Brautarholt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2209106Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Ólafs Bjarna Haraldssonar um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi Brautarholts 1, L234442. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 73905001, númer A-100, A-101, A-102 og A-103 dagsettir 24. júní 2022. Byggingaráform samþykkt.

7.Barmahlíð 19 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2209289Vakta málsnúmer

Sigurður Óli Ólafsson sækir f.h. Huldu Bjargar Jónsdóttur og Konráðs Leós Jóhannssonar um leyfi til að setja glugga á norðurstafn einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 19 við Barmahlíð. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdráttur er í verki 79006801, númer A-200, dagsettur 21. september 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

8.Kaffi Krókur Aðalgata 16 (213-1131) Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2209275Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2022039575, dagsettur 22. september 2022. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar varðandi umsókn Kristínar Elfu Magnúsdóttur, f.h. Videosport ehf., um leyfi til að reka veitingastað í flokki III að Aðalgötu 16 á Sauðárkróki. Fasteignanúmer F2131131. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 15:15.