Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

13. fundur 16. mars 2023 kl. 15:00 - 15:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Vallholt L232700 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2302230Vakta málsnúmer

Knútur Emil Jónasson sækir f.h. Rögnu Hrundar Hjartardóttur og Stefaníu Sigfúsdóttur um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á jörðinni Vallholti, L232700. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Faglausnum af Knúti Emil Jónassyni byggingarfræðingi. Upprættir eru í verki 0301, númer A.1.01 og A.1.2. dagsettir 7. febrúar 2023. Erindið samþykkt, byggingarheimild veitt.

2.Hólmagrund 3 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.

Málsnúmer 2303024Vakta málsnúmer

Þráinn Þorvaldsson leggur fram gögn varðandi tilkynnta framkvæmd er varðar breytt útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 3 við Hólmagrund. Framkvæmdin varðar einangrun og klæðningu húss utan. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

3.Skagfirðingabraut 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2302234Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson sækir f.h. Halldórs Bjarnasonar um leyfi til breytinga og endurbóta á fjöleignahúsi sem stendur á lóðinni númer 5 við Skagfirðingabraut, ásamt því að sameina séreignir með fasteignanúmerin F2132093 og F2132094 í eina íbúð. Húsið sem um ræðir er byggt 1929, sambyggt Skagfirðingabraut 3. Framlagðir aðaluppdrættir af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdrættir eru í verki 1122, númer 01 og 02, dagsettir 4. desember 2022. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands og samþykki eigna Skagfirðingabrautar 3. Byggingarfulltrúi samþykkir sameiningu séreigna og byggingaráform.

Fundi slitið - kl. 15:45.