Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Hyrnan L229511 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2301129Vakta málsnúmer
Eyjólfur Þór Þórarinsson, f.h. Björns Helga Ófeigssonar leggur fram uppdrætti af geymslu í landi Hyrnu, L229511. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni tæknifræðingi. Uppdráttur í verki 73170202, númer A-100, dagsettur 29. desember 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
2.Starrastaðir L146225 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2303284Vakta málsnúmer
Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Starrastaða ehf. um leyfi til að byggja vinnsluaðstöðu við núverandi gróðurhús á jörðinni Starrastöðum, L146225. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 75760120, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 11. janúar 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Víðilundur 17 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2304030Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-022011, dagsettur 3. apríl 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Dags Þórs Baldvinssonar f.h. Víðiholts 560 ehf., kt. 510422-2870, um leyfi til að reka gististað í flokki II í frístundahúsi sem stendur á lóðinni númer 17 við Víðilund í Varmahlíð. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
4.Hraun L145889 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2304068Vakta málsnúmer
Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Steins Leó Rögnvaldssonar sækir um leyfi til að byggja við haughús/útihús á jörðinni Hrauni, L145889 á Skaga. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 71314001, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 30. mars 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:00.