Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

20. fundur 12. júlí 2023 kl. 08:15 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sólheimar 2 L234457 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2306117Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson sækir f.h. Axels Kárasonar um leyfi til að byggja íbúðarhús og bílskúr á jörðinni Sólheimum 2. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki HA23129, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 29.05.2023, ásamt uppdráttum númer A-101, og A-102, dagsettum 27.06.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Laugatún 11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2306310Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson sækir f.h. Jóns Valgeirs Júlíussonar og Steinunnar Rósu Guðmundsdóttur eiganda íbúðar með fasteignanúmerið F2216410, neðri hæð í fjöleignahúsi á lóðinni númer 11 við Laugatún um leyfi fyrir stoðvegg ásamt því að setja hurð á suðurhlið hússins. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdráttur í verki 79008600, númer A-101, dagsettur 13.06.2023, ásamt afstöðumynd númer S-01, dagsettri 07.07.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Kýrholt 3 L236088 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2307039Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Stefáns Steinþórssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Kýrholt 3. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 75851001, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 05.07.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.