Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2311237Vakta málsnúmer
Valbjörn Ægir Vilhjálmsson byggingarfræðingur sækir f.h. Uppsteypu ehf. og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um stöðu- og byggingarleyfi fyrir frístunda-/gestahúsi sem byggt verður fyrir Uppsteypu ehf. á lóð, kennslusvæði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki H_2319, númer A_01, dagsettur 22.08.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Stöðuleyfi veitt, byggingaráform samþykkt.
2.Laugarmýri L146232 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Málsnúmer 2311277Vakta málsnúmer
Dagný Stefánsdóttir, leggur fram gögn yfir tilkynnta framkvæmd er varðar set- og sundlaug við íbúðarhúsið á jörðinni Laugarmýri L146232. Framlagður uppdráttur ásamt greinargerð, gerður af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki HA23132, númer A-101, dagsettur 16.10.2023. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
3.Glæsibær land 6 L221963 - Umsókn um breytta notkun.
Málsnúmer 2311185Vakta málsnúmer
Hólmfríður Sveinsdóttir og Stefán Friðriksson sækja um leyfi til að breyta skráningu aðstöðuhúss, mhl 04 á jörðinni Glæsibæ land 6 með landnúmerið L221963 í frístundahús. Erindið samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:00.