Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2311237
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 28. fundur - 01.12.2023
Valbjörn Ægir Vilhjálmsson byggingarfræðingur sækir f.h. Uppsteypu ehf. og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um stöðu- og byggingarleyfi fyrir frístunda-/gestahúsi sem byggt verður fyrir Uppsteypu ehf. á lóð, kennslusvæði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki H_2319, númer A_01, dagsettur 22.08.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Stöðuleyfi veitt, byggingaráform samþykkt.