Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Borgarteigur 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2405571Vakta málsnúmer
Rögnvaldur Harðarson sækir f.h. Karó og co slf. um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á lóðinni númer 8 við Borgarteig. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá BÁ Hönnun af umsækjanda. Uppdrættir í verki 012-2024, númer A-100.10, A-101.10, A-102.00, A-103.00 og A-109.00, dagsettir 23.04.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Melhóll L222630 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Málsnúmer 2405626Vakta málsnúmer
Guðmundur Ingvar Ásgeirsson, leggur fram gögn yfir tilkynnta framkvæmd er varðar breytingar á gluggum einbýlishúss á lóðinni Melhóll, L222630. Framlagður uppdráttur ásamt greinargerð, gerður af Trausta Val Traustasyni byggingartæknifræðingi. Uppdráttur í verki 0062014, númer A-01, dagsettur 18.09.2023. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
3.Víðimelur land (L205350) - Umsókn um sameiningu séreigna
Málsnúmer 2405689Vakta málsnúmer
Ómar Feykir Sveinsson sækir um leyfi til að sameina tvær séreignir með fasteignanúmerin F2140757 og F2140758 í eina eign undir fasteignanúmerinu F2140757. Ekki liggur fyrir þinglýst eignaskiptayfirlýsing varðandi þessar eignir. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 78060100, númer R-101, R-102, R-103, R-104 og R-105, dagsettir 03.05.2024. Erindið samþykkt.
4.Smáragrund 6 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Málsnúmer 2406001Vakta málsnúmer
Hlynur Örn Sigmundsson, leggur fram gögn varðandi tilkynnta framkvæmd f.h. eiganda Smáragrundar 6. Greinargerð dagsett 17.05.2024 gerð á Verkís af Magnúsi Ingvarssyni gerir grein fyrir framkvæmdinni sem varðar einangrun og klæðningu húss utan. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
Fundi slitið - kl. 09:45.