Melhóll L222630 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Málsnúmer 2405626
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 40. fundur - 05.06.2024
Guðmundur Ingvar Ásgeirsson, leggur fram gögn yfir tilkynnta framkvæmd er varðar breytingar á gluggum einbýlishúss á lóðinni Melhóll, L222630. Framlagður uppdráttur ásamt greinargerð, gerður af Trausta Val Traustasyni byggingartæknifræðingi. Uppdráttur í verki 0062014, númer A-01, dagsettur 18.09.2023. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.