Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

46. fundur 30. ágúst 2024 kl. 13:30 - 14:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarmýri 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Trésmiðjunnar Borg ehf. um leyfi til að byggja við iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100, A-101, A-102, A-102a, A-102b, A-103, A-104, A-105 og A-107, dagsettir 18.01.2024, breytt 28.08.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Tumabrekka land 2 L220570 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2408120Vakta málsnúmer

Hallgrímur Ingi Jónsson tæknifræðingur sækir f.h. Bjarna Halldórsson um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á lóðinni Tumabrekku land 2, L220570. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Uppdrættir í verki 78510012, númer A-101, A-102 og A-103 , dagsettir 22.07.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Brautarholt Mýri L146801 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2408221Vakta málsnúmer

Ragnar Freyr Guðmundsson arkitekt hjá Kollgátu ehf. arkitektastofu, sækir f.h. Fljótabakka ehf. um leyfi til að rífa sumarhús, F2143956 sem stendur á lóðinni Brautarholt Mýri, L146801 í Fljótum, þar sem fyrirhugað er að byggja nýtt hús á lóðinni. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Áform um niðurrif samþykkt.

4.Hraun 1 Fljótum - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2408081Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 29. ágúst frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2024-056719. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Hauks Bents Sigmarssonar, f.h.Green Highlander ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II - I heimagistingu í einbýlishúsi á lóðinni Hraun I lóð, L193865, F2144018 í Fljótum. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 14:30.