Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Vinagerði L235579 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2408119Vakta málsnúmer
Guðmundur Gunnar Guðnason byggingarfræðingur sækir f.h. David Bothe um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Vinagerði, L235579. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá SGhús af umsækjanda. Uppdrættir í verki 24-36-2, númer A -099, A-100, A-110, A-111 og A-130, dagsettir 04.09.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Syðri-Vellir L235064 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyf.
Málsnúmer 2408127Vakta málsnúmer
Vigfús Halldórsson byggingarfræðingur sækir f.h. Sif Kerger um leyfi til að byggja íbúðarhús á jörðinni Syðri-Völlum L235064. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Balsa ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 24-31, númer A101, A 102, A103, A104, A106 og A109 dagsettir 14.08.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Faxatorg L143321 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2409090Vakta málsnúmer
Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur sækir f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að gera breytingar á innangerð norður hluta 1. hæðar Faxatorgs L14332. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 38150203, númer A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 09.09.2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:45.