Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

49. fundur 17. október 2024 kl. 10:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sólheimar 2 L234457 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2408201Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Axels Kárasonar um leyfi til að byggja dýraspítala/vélageymslu á jörðinni Sólheimum 2. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af umsækjanda. Uppdrættir í verki HA24142, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 07.08.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Hofsós L218098 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2410065Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðingur sækir f.h. Hofsóskirkjugarðs um leyfi til að byggja aðstöðuhús á samþykktum byggingarreit við kirkjugarðinn á Hofsósi. Húsið verður byggt á kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki, þaðan flutt á ofangreindan byggingarreit. Framlagður aðaluppdráttur gerður hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdráttur í verki 3340, númer A-101, dagsettur 30.09.2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, stöðuleyfi veitt.

3.Efri-Ás L146428 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2410139Vakta málsnúmer

Ári Sverrisson og Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir sækja um leyfi til að rífa íbúðarhús sem stendur á jörðinni Efra-Ási, L146428 í Hjaltadal. Hús byggt árið 1950, mhl. 18 á jörðinni eyðilagðist í bruna þann 23. september sl. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Áform um niðurrif samþykkt.

4.Eyrarvegur 20 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2410170Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga og Fisk Seafood um leyfi til að rífa eftirtalin mannvirki, sambyggðar frystigeymslur. MHL 02, 270 m² frystir byggður árið 1949, skráður á lóðinni nr. 18 við Eyrarveg og frysti sem skráður er á lóðinni nr. 20 við Eyrarveg, þar MHL 01, frystig.eldri byggð árið 1949, 746,8 m². (MHL 02, 270 m² frystir byggður árið 1949, ranglega skráður á lóðinni nr. 18 við Eyrarveg sbr. gildandi deiliskipulag) Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Áform um niðurrif samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.