Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

50. fundur 25. október 2024 kl. 13:15 - 14:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kvíholt L237076 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2409104Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Þórunnar Eyjólfsdóttur og um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Kvíholt, L237076. Húsið verður byggt að Lambeyri og flutt þaðan á lóðina Kvíholt. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 0624, númer 01, 02, 03 og 04, dagsettir 08.08.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Langamýri L146054 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2410113Vakta málsnúmer

Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingi, sækir f.h. Þreskis ehf. um leyfi til að breyta þaki iðnaðarhúsnæðis sem stendur á jörðinni Langamýri, L146054 í Vallhólma. Umbeðin breyting varðar uppsetningu tækjabúnaðar. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3010000, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 19.09.2024. Fyrir liggur samþykki húaeiganda, Kaupfélags Skagfirðinga. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Brúnastaðir L146789 í Fljótum - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2409322Vakta málsnúmer

Magnús Valur Benediktsson byggingarfræðingur sækir f.h. Jóhannesar Ríkarðssonar um leyfi til að byggja gripahús á jörðinni Brúnastöðum, L146789 í Fljótum. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki T24-091, númer A1-1, A1-2 og A1-3, dagsettir 23.10.2024 og 24.10.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:15.