Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Birkimelur 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi .
Málsnúmer 2408113Vakta málsnúmer
Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Gísla H. Jóhannssonar og Hólmfríðar S R Jónsdóttur um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni númer 16 við Birkimel í Varmahlíð. Einnig sótt um leyfi til að setja svalahurð á suðurstafn íbúðarhúss. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af umsækjanda. Uppdrættir í verki HA24141, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 05.08.2024, breytt 02.11.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Ytri-Ingveldarstaðir L145944 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2410210Vakta málsnúmer
Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur, sækir f.h. Sveins Þ. Finster Úlfarssonar um leyfi fyrir gestahúsi á lóðinni Ytri-Ingveldarstöðum, L145944. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79008203, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 18.10.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Frostastaðir 1-4; Umsagnarbeiðni vegna breytinga á rekstrarleyfi
Málsnúmer 2410277Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 25. október frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2024-070638. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007 og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Söru Regínu Valdimarsdóttur, f.h. Frostastaðir gistihús ehf. um breytingu á rekstrarleyfi að Frostastöðum 1-4 , L146295. Óskað er eftir að rekstrarleyfi í flokkur III fyrir íbúð með fasteignanúmerið F2141826 verði fellt úr gildi. Einnig óskað eftir breytingu á rekstrarleyfi úr flokki III í flokk IV fyrir íbúð með fasteignanúmerið F2141828 og rekstrarleyfi í flokki IV fyrir íbúð með fasteignanúmerið F2141827. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 09:45.