Fara í efni

Birkimelur 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi .

Málsnúmer 2408113

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 51. fundur - 07.11.2024

Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Gísla H. Jóhannssonar og Hólmfríðar S R Jónsdóttur um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni númer 16 við Birkimel í Varmahlíð. Einnig sótt um leyfi til að setja svalahurð á suðurstafn íbúðarhúss. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af umsækjanda. Uppdrættir í verki HA24141, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 05.08.2024, breytt 02.11.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.