Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

53. fundur 05. desember 2024 kl. 08:15 - 09:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Varmilækur land L212970 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2405361Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Arnarholts Tungusveit ehf. um leyfi til að byggja reiðhöll við hesthús á jörðinni Varmilækur land, L212970. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 0224, númer A 01, A 02 og A 03, dagsettir 22.03.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Skólagata Lindarbrekka L146726 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2410110Vakta málsnúmer

Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur sækir f.h. Valgeirs S. Þorvaldssonar um leyfi til að gera breytingar og endurbætur á mhl. 01, íbúðarhúsi sem stendur á lóðinni Skólagata Lindarbrekka, L146726. Einnig sótt um leyfi til að breyta mhl 02 og 03 í íbúðarrými, í dag skráð geymsla og hænsnahús. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79004401, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 27.09.2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Smáragrund 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2410157Vakta málsnúmer

Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur sækir f.h. Ingólfs Valssonar um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 7 við Smáragrund. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 75510101, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 11.10.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Skeið L146886 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2411116Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur sækir f.h. Rarik ohf. um leyfi til að byggja skýli yfir ristarsköfu við affallsskurð Skeiðsfossvirkjunar í landi Skeiðar, L146886. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 33180000, númer A-100 og A-101, dagsettir 25.10.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

5.Syðri-Hofdalir 2 L174761 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2411030Vakta málsnúmer

Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur sækir f.h. Atla Más Traustasonar og Ingibjargar Klöru Helgadóttur um leyfi fyrir gestahúsi og geymslu á lóðinni Syðri-Hofdalir 2, L174761. Húsið sem um ræðir er þegar byggt og stendur á kennslusvæði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki og verður flutt þaðan á ofangreinda lóð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 72131011, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 30.10.2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

6.Hvalnes L145892 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2412005Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Hvalnesbúsins ehf. um leyfi til að byggja sauðburðaraðstöðu á jörðinni Hvalnesi, L145892. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 650204, númer A-101, A-102, A- 103 og A-104, dagsettir 2. desember 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

7.Hofstaðasel L146407 - Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 2412035Vakta málsnúmer

Bessi Freyr Vésteinsson sækir f.h. Sels ehf. um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús á jörðinni Hofstaðaseli, L146407. Um er að ræða aðstöðuhús sem fyrirhugað er að staðsetja á jörðinni. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðnu stöðuleyfi. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 09:40.