Fara í efni

Skólagata Lindarbrekka L146726 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2410110

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 53. fundur - 05.12.2024

Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur sækir f.h. Valgeirs S. Þorvaldssonar um leyfi til að gera breytingar og endurbætur á mhl. 01, íbúðarhúsi sem stendur á lóðinni Skólagata Lindarbrekka, L146726. Einnig sótt um leyfi til að breyta mhl 02 og 03 í íbúðarrými, í dag skráð geymsla og hænsnahús. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79004401, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 27.09.2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarleyfi veitt.