Fara í efni

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

1. fundur 29. júlí 2022 kl. 12:30 - 13:15 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir
  • Sigurður H. Ingvarsson
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Ljósleiðarinn ehf. - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2207092Vakta málsnúmer

Elísabet Guðbjörnsdóttir sækir um fyrir hönd Ljósleiðarans um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á Sauðárkróki samsíða Sauðárkróksbraut frá Borgarlandi að Strandvegi.

Ídráttarrörið er 20 mm svert, 317 m að lengd og verður rekið undir Sauðárkróksbraut. Óskað er eftir að framkvæma innan sveitafélagsmarka utan veghelgunarsvæðis. Ekki þarf að bæta við brunnum þar sem tengt verður inn í núverandi brunna Mílu og Orkufjarskipta. Framkvæmdaraðili fyrir hönd Ljósleiðarans verður Steypustöð Skagafjarðar. Innmældum gögnum verður skilað inn til sveitarfélagsins við verklok.
Meðfylgjandi er afrit af leyfi og umsögn Vegagerðarinnar.
Skipulagsfulltrúi samþykkir umbeðnar framkvæmdir og gefur út framkvæmdaleyfi á grundvelli reglugerðar.

Fundi slitið - kl. 13:15.