Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

15. fundur 08. desember 2014 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð 2014.

Málsnúmer 1411189Vakta málsnúmer

Halldór Gunnlaugsson frá Álfakletti ehf. kom til fundar nefndarinnar og kynnti starfsemina í tengslum við rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð 2014. Ánægjulegt er að sjá hversu mikil aukning er í fjölda gesta á milli ára og fagnar nefndin þeirri góðu þróun.

2.Safnastefna Byggðasafns Skagfirðinga 2014-2018

Málsnúmer 1410107Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða safnastefnu Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árin 2014-2018.

3.Tillaga að breytingu á fyrirkomulagi reksturs upplýsingamiðstöðvar landshlutans í Varmahlíð

Málsnúmer 1412041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Ferðamálastjóra um breytta tilhögun á úthlutun á fé til ferðamála innan landshlutanna. Nefndin þakkar erindið og óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar.

Fundi slitið - kl. 15:00.