Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu Capacent ”Úttekt á búsetuskilyrðum í Skagafirði“ og samþykkir að unnið verði með þær tillögur sem þar eru lagðar til. Nefndin samþykkir jafnframt að stofnaðir verði fimm starfshópar til að vinna að nánari útfærslum tillagnanna, þ.e. einn um hverja tillögu úttektaraðila:
Hópur um tillögu 1 fjallar um: Mótun stefnu og framtíðarsýnar um byggð og atvinnu. Hópur um tillögu 2 fjallar um: Stofnun fjárfestingasjóðs fyrir Skagafjörð. Hópur um tillögu 3 fjallar um: Styrkingu þjónustu í Skagafirði. Hópur um tillögu 4 fjallar um: Styrkingu ímyndar Skagafjarðar. Hópur um tillögu 5 fjallar um: Uppbyggingu, skipulag og þróun ferðaþjónustu.
Hóparnir skulu þannig skipaðir að hvert framboð sem á fulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar tilnefni einn fulltrúa í hvern hóp. Jafnframt verði einn starfsmaður sveitarfélagsins í hverjum hóp. Hóparnir skulu fara yfir greinargerð Capacent og koma með skýrt útfærðar hugmyndir um það hvort og hvernig skuli hrinda tillögum úttektaraðila í framkvæmd. Flestar þeirra hafa snertifleti við atvinnulíf og stofnanir, aðra opinbera aðila og íbúa og skulu hóparnir kalla eftir sjónarmiðum og samstarfi við þessa aðila eftir atvikum.
Tilnefningar í hópana skulu liggja fyrir eigi síðar en 18. september 2015 og skulu starfshóparnir skila tillögum í síðasta lagi 15. október 2015. Starfsmaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Sigfús Ingi Sigfússon, hefur með höndum yfirumsjón og samhæfingu á starfi hópanna.
Hópur um tillögu 1 fjallar um: Mótun stefnu og framtíðarsýnar um byggð og atvinnu.
Hópur um tillögu 2 fjallar um: Stofnun fjárfestingasjóðs fyrir Skagafjörð.
Hópur um tillögu 3 fjallar um: Styrkingu þjónustu í Skagafirði.
Hópur um tillögu 4 fjallar um: Styrkingu ímyndar Skagafjarðar.
Hópur um tillögu 5 fjallar um: Uppbyggingu, skipulag og þróun ferðaþjónustu.
Hóparnir skulu þannig skipaðir að hvert framboð sem á fulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar tilnefni einn fulltrúa í hvern hóp. Jafnframt verði einn starfsmaður sveitarfélagsins í hverjum hóp. Hóparnir skulu fara yfir greinargerð Capacent og koma með skýrt útfærðar hugmyndir um það hvort og hvernig skuli hrinda tillögum úttektaraðila í framkvæmd. Flestar þeirra hafa snertifleti við atvinnulíf og stofnanir, aðra opinbera aðila og íbúa og skulu hóparnir kalla eftir sjónarmiðum og samstarfi við þessa aðila eftir atvikum.
Tilnefningar í hópana skulu liggja fyrir eigi síðar en 18. september 2015 og skulu starfshóparnir skila tillögum í síðasta lagi 15. október 2015. Starfsmaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Sigfús Ingi Sigfússon, hefur með höndum yfirumsjón og samhæfingu á starfi hópanna.