Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

48. fundur 21. júlí 2017 kl. 08:00 - 08:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ósk um húsnæði til leigu

Málsnúmer 1704136Vakta málsnúmer

Í apríl 2017 var auglýst eftir varðveisluhúsnæði fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga. Þrír aðilar svöruðu auglýsingunni en eftir skoðun á þeim kostum er ljóst að enginn þeirra hentar þörfum safnsins án verulegs tilkostnaðar og því mælir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ekki með neinum þeirra kosta. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar þeim sem svöruðu auglýsingunni og veittu aðstoð við skoðun á húsnæðum sínum.

2.Geymsluhúsnæði

Málsnúmer 1707112Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur skoðað kosti iðnaðarhúsnæðis sem fyrirhugað er að byggja við Borgarflöt 17-19 á Sauðárkróki og telur það besta kostinn sem bráðabirgðarhúsnæði fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga uns fullbúið varðveisluhúsnæði verður tekið í notkun. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mælir með því við byggðarráð að gengið verði til samninga um kaup á fullnægjandi rými að Borgarflöt 17-19.

3.Aðalgata 21A - Utanhússviðhald - Frumkostnaðaráætlun og greinargerð

Málsnúmer 1701108Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn er lúta að endurbótum á Aðalgötu 21.

Fundi slitið - kl. 08:45.