Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri setti fundinn og sat fundinn undir fyrsta dagskrárlið.
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara - Atvinnu- menningar og kynningarnefnd
Málsnúmer 2206225Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um Ragnar Helgason sem formann, Sigurð Bjarna Rafnsson sem varaformann og Auði Björk Birgisdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn.
2.Kynning á verkefnum AMK
Málsnúmer 2206217Vakta málsnúmer
Starfsmenn nefndarinnar fóru yfir helstu verkefni nefndarinnar.
3.Norðurlandsjakinn 2022
Málsnúmer 2205023Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Magnúsi Ver Magnússyni f.h. Félags Kraftamanna, dagsett 03. maí 2022, til að halda aflraunamótið Norðulands Jakinn dagana 20. - 21. ágúst n.k. í Skagafirði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja verkefnið um gistingu fyrir þátttakendur og starfsfólk Norðurlands Jakans ásamt einni máltíð.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja verkefnið um gistingu fyrir þátttakendur og starfsfólk Norðurlands Jakans ásamt einni máltíð.
4.Byggðasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023
Málsnúmer 2205122Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.05.2022 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2023. Erindinu vísað til byggðarráðs.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2023. Erindinu vísað til byggðarráðs.
5.Styrkbeiðni vegna Druslugöngu á Sauðárkróki
Málsnúmer 2205125Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Tönju M. Ísfjörð Magnúsdóttur, dagsett 11. maí 2022, til að halda Druslugöngu á Sauðárkróki þann 23. júlí n.k.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja Druslugönguna um 50.000 kr. Tekið af lið 05890.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja Druslugönguna um 50.000 kr. Tekið af lið 05890.
6.Fyrirspurn um rekstur á Héðinsminni í Akrahreppi
Málsnúmer 2206157Vakta málsnúmer
Tekin fyrir fyrirspurn frá Auði Herdísi Sigurðardóttur, dagsett 12.06.2022 um rekstur félagsheimilisins Héðinsminni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa rekstur Héðinsminnis. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa rekstur Héðinsminnis. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni.
7.Beiðni um styrk - vegglistaverk
Málsnúmer 2206216Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Magnúsi Barðdal fyrir hönd hópsins Skemmtilegri Skagafjörður, dagsett 16.06.2022, fyrir vegglistaverki sem hópurinn hyggst láta framkvæma í sumar. Verkefnið gengur út á að fá listamanninn Juan Picture Art til þess að mála suðurhliðar á fasteignunum Kirkjutorg 1 og Kirkjutorg 3.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar þessu frumkvæði hópsins Skemmtilegri Skagafjörður og samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 en fer fram á að hópurinn fái skriflegt samþykki næstu nágranna sem eru í beinni sjónlínu við húsin. Tekið af lið 05890.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar þessu frumkvæði hópsins Skemmtilegri Skagafjörður og samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 en fer fram á að hópurinn fái skriflegt samþykki næstu nágranna sem eru í beinni sjónlínu við húsin. Tekið af lið 05890.
8.Umsókn um menningarstyrk vegna haustgleði
Málsnúmer 2205045Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Erlu Dóru Vogler, dagsett 4. maí 2022, til að halda Haustgleði í Ljósheimum á haustmánuðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið en getur ekki styrkt verkefnið að þessu sinni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið en getur ekki styrkt verkefnið að þessu sinni.
9.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða umsókn - Ketubjörg 2. hluti
Málsnúmer 2203009Vakta málsnúmer
Lagt fyrir nefndina samningur um styrk frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða fyrir verkefnið Ketubjörg - Aðgengi og öryggi ferðamanna - 2. hluti. Styrkurinn er veittur til að gera tvö bílastæði á tveimur stöðum. Merkingar og leiðarvísar verða settir víða um svæðið, nýir göngustígar lagðir og viðeigandi öryggisráðstafanir verða gerðar við björgin með grindverkum. Grjóthleðslur verða notaðar sem fallvörn við útsýnisstaði.
10.Leikfélag Sauðárkróks - ársreikningar
Málsnúmer 2205036Vakta málsnúmer
Lagðir fyrir ársreikningar Leikfélags Sauðárkróks fyrir árin 2018 -2021.
11.Vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum
Málsnúmer 2205091Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar hugmyndavinna um nýsköpun í dreifðum byggðum sem barst frá Austan mána ehf, dagsett 06.05.2022.
Fundi slitið - kl. 18:25.