Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

11. fundur 01. júní 2023 kl. 16:30 - 17:22 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ragnar Helgason formaður
  • Sigurður Bjarni Rafnsson varaform.
  • Ólína Björk Hjartardóttir varam.
    Aðalmaður: Auður Björk Birgisdóttir
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
Dagskrá
Samþykkt að taka upp með afbrigðum mál 2305225.

1.Styrkbeiðni vegna starfsemi á árinu 2023

Málsnúmer 2303184Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni Söguseturs íslenska hestsins vegna starfsemi á árinu 2023.
Ragnar Helgason vék af fundi undir þessum lið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 1.500 þúsund krónur fyrir starfsárið 2023. Tekið af lið 05890.

2.Víkingurinn 2023

Málsnúmer 2303296Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi vegna Víkingsins 2023 sem fer fram 14. - 16. júlí. Leitað er að fjórum sveitarfélögum þar sem keppt yrði í 2 keppnisgreinum á hverjum stað. Með Víkingnum 2023 er verið að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja verkefnið um gistingu fyrir þátttakendur og starfsfólk Víkingsins ásamt einni máltíð.

3.Styrktarbeiðni - uppsetning á Magnificat í Selfosskirkju

Málsnúmer 2303212Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Skagfirska kammerkórnum vegna tónleika kórsins í Selfosskirkju ásamt Kammerkór norðurlands og kirkjukór Selfosskirkju þar sem flutt var verkið Magnificat.
Atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en nefndin getur ekki orðið við beiðni um fjárstyrk að þessu sinni.

4.Ferðaþjónusta í Skagafirði

Málsnúmer 2303262Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Kaupfélags Skagfirðinga þar sem Kaupfélag Skagfirðinga lýsir áhuga á að standa að ráðstefnu um "Ferðaþjónustu í Skagafirði" áskoranir og tækifæri, í samstarfi KS og sveitarfélagsins.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar erindinu og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um verkefnið.

5.Styrkbeiðni vegna sýningar í sumar

Málsnúmer 2305188Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni Leikhópsins Lottu þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 75.000 vegna leiksýningar leikhópsins á Sauðárkróki þann 17. júlí nk. Leiksýningin verður haldin á túninu við Hótel Miklagarð og verður rukkað inn á sýninguna.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hafnar styrkbeiðninni þar sem stefna nefndarinnar er að styrkja ekki viðburði sem settir eru upp í hagnaðarskyni.

6.Félagsleikar Fljótamanna 2023

Málsnúmer 2305219Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta vegna Félagsleika Fljótamanna 2023 en til stendur að halda Félagsleikana dagana 14.-16. júlí nk. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 sem yrði nýttur til að standa straum af kostnaði við verkefnið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita umbeðinn styrk og hvetur íbúar til að mæta á Félagsleika Fljótamanna. Tekið af lið 05710.

7.Styrkbeiðni - Hofsós heim

Málsnúmer 2305225Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá stjórn Byggjum upp Hofsós og nágrennis, dagsett 31. maí 2023 vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim sem haldin verður 22. - 25. júní 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja hátíðina um 300.000 kr. Tekið af lið 05710.

8.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Staðarbjargavík

Málsnúmer 2210030Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2023
að upphæð kr. 13.024.960 fyrir verkefnið "Staðarbjargavík - Hönnun útsýnispalla og stiga". Styrkurinn er veittur í undirbúnings- og hönnunarvinnu í Staðarbjargavík. Til stendur að hanna útsýnispalla og stiga niður í víkina með það að markmiði að bæta aðgengi, vernda stuðlabergið fyrir átroðningi og tryggja öryggi ferðamanna þar sem bratt er við stuðlabergið, en Staðarbjargavík er gríðarlega fjölsóttur áfangastaður. Til stendur að vinna hönnunina með heimafólki enda bera margir sterkar taugar til þessa fallega svæðis.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar styrknum sem er gríðarlega mikilvægur fyrir sveitarfélagið þar sem hann gerir sveitarfélaginu kleift að halda áfram þeirri vegferða að vinna markvisst að því að byggja upp innviði innan sveitarfélagsins sem styðja við ferðaþjónustu á svæðinu.

9.Tilkynning Markaðsstofu Norðurlands vegna áætlunarflugs

Málsnúmer 2303276Vakta málsnúmer

Til kynningar tilkynning Markaðsstofu Norðurlands vegna áætlunarflugs til Akureyrar. Flugfélagið Condor hefur tilkynnt að hætt hafi verið við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða frá Frankfurt sem hefjast átti um miðjan maí og standa fram í október. Mikil vinna hefur verið unnin í tengslum við flugið af hálfu heimamanna og Condor og stefnt er að því að nýta þann undirbúning fyrir árið 2024 en það skýrist á næstu vikum.


Fundi slitið - kl. 17:22.