Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Staðarbjargavík
Málsnúmer 2210030
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20. fundur - 05.02.2024
Skagafjörður hlaut styrk í fyrra úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hönnunar á bættu og öruggara aðgengi að Staðarbjargavík. Staðarbjargavík er staðsett rétt hjá Sundlauginni á Hofsósi og er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hluti af hönnunarferlinu fyrir Staðarbjargarvík er að gera deiliskipulag fyrir svæðið. Lögð er fyrir nefndina skipulagslýsing fyrir svæðið sem unnin er af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu ásamt því að farið verði í deiliskipulag fyrir Staðarbjargavík. Nefndin vísar málinu áfram til skipulagsnefndar Skagafjarðar.
Nefndin vill einnig vekja athygli á því að hægt er að skoða hönnunargögn, senda inn athugasemdir og fylgjast með framgangi verkefnisins á www.skagafjordur.is/stadarbjargavik
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu ásamt því að farið verði í deiliskipulag fyrir Staðarbjargavík. Nefndin vísar málinu áfram til skipulagsnefndar Skagafjarðar.
Nefndin vill einnig vekja athygli á því að hægt er að skoða hönnunargögn, senda inn athugasemdir og fylgjast með framgangi verkefnisins á www.skagafjordur.is/stadarbjargavik
að upphæð kr. 13.024.960 fyrir verkefnið "Staðarbjargavík - Hönnun útsýnispalla og stiga". Styrkurinn er veittur í undirbúnings- og hönnunarvinnu í Staðarbjargavík. Til stendur að hanna útsýnispalla og stiga niður í víkina með það að markmiði að bæta aðgengi, vernda stuðlabergið fyrir átroðningi og tryggja öryggi ferðamanna þar sem bratt er við stuðlabergið, en Staðarbjargavík er gríðarlega fjölsóttur áfangastaður. Til stendur að vinna hönnunina með heimafólki enda bera margir sterkar taugar til þessa fallega svæðis.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar styrknum sem er gríðarlega mikilvægur fyrir sveitarfélagið þar sem hann gerir sveitarfélaginu kleift að halda áfram þeirri vegferða að vinna markvisst að því að byggja upp innviði innan sveitarfélagsins sem styðja við ferðaþjónustu á svæðinu.