Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
1.Styrkbeiðni vegna jólaballs á Hofsósi
Málsnúmer 2312208Vakta málsnúmer
2.Styrkbeiðni vegna jólaballs í Fljótum
Málsnúmer 2312214Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Katrínu Sigmundsdóttur vegna jólaballs Fljótamanna dagsett 21.12.2023.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja jólaballið um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja jólaballið um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
3.Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 2312180Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, varðandi uppfærslu á stofnskrá byggðasafnsins. Erindi dagsett 19.12.2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða stofnskrá fyrir sitt leiti og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða stofnskrá fyrir sitt leiti og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4.Árskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2023
Málsnúmer 2401060Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2023, dagsett 05.01.2024.
5.Úthlutun byggðakvóta 2023-2024
Málsnúmer 2312020Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 01. desember 2023, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.
Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2024.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:
1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar. Jafnframt leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd áherslu á að byggðakvóti nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar í sveitarfélaginu. Verði brögð að því að úthlutaður byggðakvóti nýtist ekki innan sveitarfélagsins með framsali hans, getur komið til álita að á næsta fiskveiðiári leggi nefndin til að engar sérreglur verði settar um úthlutun byggðakvóta.
Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2024.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:
1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar. Jafnframt leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd áherslu á að byggðakvóti nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar í sveitarfélaginu. Verði brögð að því að úthlutaður byggðakvóti nýtist ekki innan sveitarfélagsins með framsali hans, getur komið til álita að á næsta fiskveiðiári leggi nefndin til að engar sérreglur verði settar um úthlutun byggðakvóta.
Fundi slitið - kl. 15:05.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja jólaballsnefndina um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.