Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312020

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 19. fundur - 12.01.2024

Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 01. desember 2023, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.
Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2024.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar. Jafnframt leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd áherslu á að byggðakvóti nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar í sveitarfélaginu. Verði brögð að því að úthlutaður byggðakvóti nýtist ekki innan sveitarfélagsins með framsali hans, getur komið til álita að á næsta fiskveiðiári leggi nefndin til að engar sérreglur verði settar um úthlutun byggðakvóta.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 22. fundur - 17.01.2024

Vísað frá 19. fundi atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 12. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 01. desember 2023, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.
Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig:
Hofsós 15 tonn,
Sauðárkrókur 130 tonn.

Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2024.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar. Jafnframt leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd áherslu á að byggðakvóti nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar í sveitarfélaginu. Verði brögð að því að úthlutaður byggðakvóti nýtist ekki innan sveitarfélagsins með framsali hans, getur komið til álita að á næsta fiskveiðiári leggi nefndin til að engar sérreglur verði settar um úthlutun byggðakvóta.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 21. fundur - 11.03.2024

Lagður fyrir tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu, dagsett 28. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir frekari rökstuðningi vegna sérreglna um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024. Frekari rökstuðnings er óskað fyrir sérreglur er varða 4. gr. reglugerðar nr. 852/2023 um úthlutun byggðakvóta á fiskiskip. Sveitarfélagið óskaði eftir eftirfarandi sérreglu: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 10 þorskígildistonn á skip." Framangreind tillaga ásamt áður innsendum rökstuðningi er í takt við sérreglur Skagafjarðar sem samþykktar hafa verið af ráðuneytinu fyrir undanfarin fiskveiðiár.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi rökstuðning:
"Með breytingu á ofangreindu ákvæði er leitast eftir að koma til móts við og létta undir með minni útgerðum í Skagafirði sem hafa átt undir högg að sækja. Með breytingunni nær veiði byggðakvóta til breiðari hóps og eykur fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði. Nefna má að byggðakvóti til Hofsóss hefur nær þurrkast út á liðnum árum og vægi hans þar því lítið. Þá styður byggðakvóti til minni báta á Sauðárkróki sem fyrr segir við fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði og þar með við minni fyrirtæki í greininni einnig."

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 26. fundur - 10.04.2024

Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024. "

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 103. fundur - 26.06.2024

Magnús Jónsson, formaður smábátafélagsins Drangeyjar sat fundinn undir þessum lið. Eftir að Magnús Jónsson yfirgaf fundinn fóru fram umræður byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingar á tillögum að sérreglum við úthlutun byggðakvóta. Tillögurnar fara hér á eftir:
Þrjár tillögur eru varðandi breytingu á 4. gr.:

„Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip."

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: „Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023

Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr."

Rökstuðningur varðandi breytingu viðmiðunar um úthlutun til fiskiskipa (ákvæði 4. gr.):
Með breytingu á ofangreindu ákvæði er leitast eftir að koma til móts við og létta undir með minni útgerðum í Skagafirði sem hafa átt undir högg að sækja. Með breytingunni nær veiði byggðakvóta til breiðari hóps og eykur fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði. Nefna má að byggðakvóti til Hofsóss hefur nær þurrkast út á liðnum árum og vægi hans þar því lítið. Þá styður byggðakvóti til minni báta á Sauðárkróki sem fyrr segir við fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði og þar með við minni fyrirtæki í greininni einnig. Mótframlag við byggðakvóta frá minni útgerðum styður jafnframt við fiskvinnslu í héraðinu.

Fleiri en ein höfn er innan marka sveitarfélagsins Skagafjarðar og mikilvægt er að geta landað innan sveitarfélagsins, óháð því á hvaða höfn Sveitarfélagsins er landað. Sami rekstraraðili er að höfninni á Hofsósi og Sauðárkróki (Skagafjarðarhafnir) og gengur oft illa að manna höfnina í Hofsósi og er því mikilvægt að bátar frá Hofsósi hafi heimild til að landa á Sauðárkróki og öfugt. Mikilvægt er að allur afli sem landaður er innan sveitarfélagsins Skagafjarðar teljist til byggðakvóta óháð hvar innan sveitarfélagsins sé landað.

Ein tillaga varðandi breytingu á 6. gr.:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024."

Rökstuðningur varðandi breytingu á löndunarskyldu eða vinnsluskyldu (ákvæði 6. gr.):
Fleiri en ein höfn er innan marka sveitarfélagsins Skagafjarðar og mikilvægt er að geta landað innan sveitarfélagsins, óháð því á hvaða höfn Sveitarfélagsins er landað."

Byggðarráð Skagafjarðar - 107. fundur - 24.07.2024

Smábátafélagið Drangey sendi byggðarráði erindi þann 18. júlí sl. vegna sérreglna við úthlutun byggðakvóta. Í erindinu fara forsvarsmenn Drangeyjar þess á leit við byggðarráð að sótt verði um undanþágu frá vinnsluskyldu í ljósi þess að vinnsla FISK seafood er lokuð og vandkvæðum háð fyrir smábátasjómenn að landa mótframlagi við byggðakvóta undir þeim kringumstæðum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita undanþágu frá vinnsluskyldu byggðakvóta og mótframlags á meðan að vinnsla FISK seafood er lokuð, til og með 18. ágúst 2024. Byggðarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs að senda inn breytingu á sérreglum þess efnis til ráðuneytis.