Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

23. fundur 22. maí 2024 kl. 14:00 - 14:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigurður Hauksson formaður
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Tinna Kristín Stefánsdóttir aðalm.
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
Dagskrá
Elínborg Ásgeirsdóttir og Tinna Kristín Stefánsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Styrkbeiðni - Hofsós heim 2024

Málsnúmer 2404217Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá stjórn Byggjum upp Hofsós og nágrennis, dagsett 23.04.2024 vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim sem haldin verður 14. - 16. júní 2024.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir samhljóða að styrkja hátíðina um 300.000 kr. Tekið af lið 05710.

2.Styrkbeiðni Leikhópurinn Lotta

Málsnúmer 2404259Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni Leikhópsins Lottu þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 82.500 vegna leiksýningar leikhópsins á Sauðárkróki í sumar, dagsett 19.4.2024. Stefnt er að því að leiksýningin verði haldin á túninu við Hótel Miklagarð og verður rukkað inn á sýninguna.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hafnar styrkbeiðninni þar sem stefna nefndarinnar er að styrkja ekki viðburði sem settir eru upp í hagnaðarskyni.

3.Styrkbeiðni vegna menningarhátíðar þjóðbúningafélaga á landsbyggðinni í Skagafirði

Málsnúmer 2405203Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Pilsaþyt, dagsett 9.5.2024, vegna fyrirhugaðrar menningarhátíðar í Skagafirði. Þjóðbúningafélag Íslands hyggst í samvinnu við Pilsaþyt í Skagafirði og fleiri þjóðbúningafélög á landsbyggðinni efna til menningarhátíðar í Skagafirði dagana 7-8 september 2024. Hátíð þessi verður haldin til minningar um frumkvöðla í Skagafirði í hönnun og gerð þjóðbúninga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í erindið og samþykkir samhljóða að veita 50.000 kr styrk í verkefnið. Tekið af lið 05890.

4.Yfirferð yfir tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar - Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

Málsnúmer 2405567Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur er snúa að atvinnu-, menningar og kynningarnefnd úr skýrslu HLH ráðgjafar.
Atvinnu-, menningar og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að unnið verði áfram með þær tillögur sem snúa að nefndinni.

5.Aðalfundur - Markaðsstofa Norðurlands 2024

Málsnúmer 2405010Vakta málsnúmer

Lagt fyrir fundarboð aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn verður 30. maí nk. í Hrísey.

Fundi slitið - kl. 14:40.