Styrkbeiðni vegna menningarhátíðar þjóðbúningafélaga á landsbyggðinni í Skagafirði
Málsnúmer 2405203
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28. fundur - 12.11.2024
Tekið fyrir þakkarbréf frá skipuleggjendum Fjallkonuhátíðarinnar í Skagafirði, dagsett 1.11.2024. Hátíðin var haldin í Skagafirði 7. - 8. september sl. og var liður í hátíðarhöldum tengdum 80 ára lýðveldisafmælis Íslands. Viðburðurinn tókst einstaklega vel og voru þátttakendur mjög ánægðir með heimsóknina í Skagafjörð og þá fræðslu sem allrir fengu þessa tvo daga sem hátíðin stóð yfir. Skipuleggjendur þakka nefndinni veittan styrk.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í erindið og samþykkir samhljóða að veita 50.000 kr styrk í verkefnið. Tekið af lið 05890.