Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

24. fundur 21. júní 2024 kl. 14:00 - 14:40 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Sigurður Hauksson formaður
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Ólína Björk Hjartardóttir varam.
    Aðalmaður: Tinna Kristín Stefánsdóttir
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Umsókn Söguseturs íslenska hestsins ses um fjárframlag frá Skagafirði

Málsnúmer 2405692Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sögusetri íslenska hestsins dagsett 30.05.2024.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóma að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2024. Fjármunir teknir af málaflokki 05890.
Sigurður Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

2.Styrkumsókn - Tónleikar í Gamla bænum

Málsnúmer 2406073Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir styrkbeiðni frá Essa ehf dagsett 6. júní 2024, vegna tónleika í gamla bænum á Sauðárkróki 22. júní. Vilja forsvarsmenn félagins endurvekja bæjarhátíðarstemmingu á Sauðárkóki til framtíðar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóma að styrkja framtakið um 300 þúsund kr. Tekið af lið 05710.

3.Skagafjörður - rammaáætlun 2025

Málsnúmer 2405115Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagt fram til kynningar.

4.Ársskýrsla Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði 2023

Málsnúmer 2405695Vakta málsnúmer

Lögð fyrir ársskýrsla Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði fyrir árið 2023.

5.Samráð; Drög að rannsóknaráætlun 2024-2026 um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2406200Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. júní 2024 frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 121/2024 - "Drög að rannsóknaráætlun 2024-2026 um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 18.07.2024.

Fundi slitið - kl. 14:40.