Fara í efni

Skagafjörður - rammaáætlun 2025

Málsnúmer 2405115

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 100. fundur - 05.06.2024

Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2025 ásamt forsendum.

Byggðarráð samþykkir með öllum atkvæðum rammaáætlun ársins 2025 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5. fundur - 13.06.2024

Lögð fram gögn vegna rammaáætlunar 2025 fyrir eftirtalda málaflokka; hreinlætismál, umferðar- og samgöngumál, umhverfismál, landbúnaðarmál, hafnar, Skagafjarðarveitur og fráveita.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að taka málið fyrir aftur í næstu viku.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 100. fundi byggðarráðs frá 5. júní sl. þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2025 ásamt forsendum. Byggðarráð samþykkir með öllum atkvæðum rammaáætlun ársins 2025 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum."

Rammaáætlun ársins 2025 ásasmt forsendum er samþykkt með níu atkvæðum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6. fundur - 20.06.2024

Unnið í ramma vegna fjárhagsáætlunar 2025.
Margeir Friðriksson fjármálastjóri og Baldur Hrafn Björnsson sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 24. fundur - 21.06.2024

Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagt fram til kynningar.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7. fundur - 04.07.2024

Nefndin fór yfir fjárhagsramma vegna málaflokks 11 umhverfismál.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9. fundur - 22.08.2024

Landbúnaðar og innviðanefnda heldur áfram yfirferð rammaáætlunar fyrir deildir 13 Atvinnumál og 61 Hafnarmál.
Kári Gunnarsson Umhverfis og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn þegar rætt var um deild 13 atvinnumál.
Dagur Baldvinsson Hafnarstjóri sat fundinn þegar rætt var um deild 61 Hafnarmál.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10. fundur - 05.09.2024

Landbúnaðar- og innviðanefnd fór yfir rammaáætlun vegna deilda 63 vatnsveitu, 65 sjóveitu og 67 hitaveitu.
Gunnar Björn Rögnvaldssson sat fundinn undir þessu máli.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26. fundur - 26.09.2024

Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.