Fara í efni

Skagafjörður - rammaáætlun 2025

Málsnúmer 2405115

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 100. fundur - 05.06.2024

Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2025 ásamt forsendum.

Byggðarráð samþykkir með öllum atkvæðum rammaáætlun ársins 2025 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 5. fundur - 13.06.2024

Lögð fram gögn vegna rammaáætlunar 2025 fyrir eftirtalda málaflokka; hreinlætismál, umferðar- og samgöngumál, umhverfismál, landbúnaðarmál, hafnar, Skagafjarðarveitur og fráveita.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að taka málið fyrir aftur í næstu viku.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 100. fundi byggðarráðs frá 5. júní sl. þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2025 ásamt forsendum. Byggðarráð samþykkir með öllum atkvæðum rammaáætlun ársins 2025 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum."

Rammaáætlun ársins 2025 ásasmt forsendum er samþykkt með níu atkvæðum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6. fundur - 20.06.2024

Unnið í ramma vegna fjárhagsáætlunar 2025.
Margeir Friðriksson fjármálastjóri og Baldur Hrafn Björnsson sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 24. fundur - 21.06.2024

Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagt fram til kynningar.