Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 51 – 19.07.2000
Miðvikudaginn 19. júlí árið 2000 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð.Fundur 51 – 19.07.2000
Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Pétur Valdimarsson, Sveinn Árnason og Einar Gíslason og Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
1. Viðræður við fulltrúa frá Ferðamiðstöð Skagafjarðar.
AFGREIÐSLUR:
- Á fundinn komu Þórey Jónsdóttir og Magnús Sigmundsson f.h. Ferðamiðstöðvar Skagafjarðar. Rætt um ferðaþjónustu í Skagafirði. Farið yfir rekstrarform á upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð. Miklar umræður voru um möguleika í ferðaþjónustu í Skagafirði.
Einar Gíslason (ritar fundargerð)